Yoga Nidra námskeið – 18. maí 2021

Svefn Yoga býður upp á Yoga Nidra djúpslökun á þriðjudögum klukkan 17.30.

Boðið verður upp á fimm skipti á tímabilinu 18.maí til 15.júní.

Yoga Nidra hjálpar þér að vinda ofan af streitu, spennu og öðlast ró auk þess að bæta gæði svefns.

Með því að fara meðvitað inn á mörk svefns og vöku nærð þú djúpri hvíld.

Aðferðin er einstaklega einföld en áhrifarík. Þú liggur og ert leidd/ur inn í djúpa slökun.

Rannsóknir benda til að ein klukkustund í Yoga Nidra geti jafngilt 4 tímum af svefni.

Stundin tekur u.þ.b. klukkustund og fer fram á Lífsgæðasetri ST. JÓ. Suðurgötu 41, Hafnarfirði.

Við bjóðum upp á þykkar dýnur. Vegna sóttvarna þurfa iðkendur að taka með sér annan búnað. Búnaður sem gott er að taka með sér er:

Hlýtt teppi til að leggja yfir sig og teppi/lak til að leggja á dýnuna. Púða undir höfuð og hnésbætur ásamt augnhvílu.

Allra sóttvarna er gætt.

Yoga kennararnir Ólafur og Sigrún skiptast á að leiða þig í djúpa slökun með aðferðum YOGA NIDRA.

Verð 11.000 kr.

Nánari upplýsingar á svefnyoga@miro.is

Hlökkum til að vera með ykkur og leiða inn í kyrrðina

Þú bókar hér að neðan, velur dagsetninguna 18. maí kl.17.30 og klárar bókunar- og greiðsluferlið.

Yoga Nidra námskeið – 18. maí 2021
Yoga Nidra námskeið – 18. maí 2021
Hleð inn ...
Hafðu samband

Þú getur sent okkur skilaboð hér.

Ekki læsilegt? Skipta um texta. captcha txt
0