Yoga Nidra og Gong slökun 9. september

YOGA NIDRA og gong slökun

FIMMTUDAGS NÁMSKEIÐ – 6. VIKUR 

 

SVEFN YOGA býður upp á tvo hópa í YOGA NIDRA djúpslökun.

Hvert tímabil stendur yfir í 6 vikur, hver tími er rétt um klukkustund.

Þriðjudaga kl.17.00.       Ólafur Sigvaldason leiðir tímann.   Tímabil 7. september til 12. október

Fimmtudaginn kl. 17.00.  Sigrún Jónsdóttir leiðir tímann.       Tímabil 9. september til 14. október

Hægt er að skrá sig báða dagana í 12 skipti

 

YOGA NIDRA hjálpar þér að vinda ofan af streitu, spennu og öðlast ró auk þess að bæta gæði svefns.

Með því að fara meðvitað inn á mörk svefns og vöku nærð þú djúpri hvíld.

Aðferðin er einstaklega einföld en áhrifarík. Þú liggur á dýnu og ert leidd/ur inn í djúpa slökun.

Rannsóknir benda til að ein klukkustund í Yoga Nidra geti jafngilt 4 tímum af svefni.

Stundin tekur u.þ.b. klukkustund og fer fram á Lífsgæðasetri ST. JÓ. Suðurgötu 41, Hafnarfirði.

 

Við bjóðum upp á þykkar dýnur og púða undir fætur.

Vegna sóttvarna þurfa iðkendur að taka með sér annan búnað.

Þú kemur með augnhvílu, hlýtt teppi til að leggja yfir þig, púða undir höfuð og teppi eða lak til að leggja á dýnuna.

Allra sóttvarna verður gætt og er fjöldi takmarkaður í tímann.

Námskeiðið er fyrir byrjendur sem og lengra komna.

 

Sigrún Jónsdóttir, YOGA NIDRA kennari leiðir fimmtudags tímann en hún tók framhalds kennararéttindi í Yoga Nidra fræðunum frá Amrit Yoga Institute þar sem hún nam fræðin hjá Kamini Desai.

Verð námskeiðis:

Þriðjudagur eða fimmtudagur 6 skipti verð kr. 14.500

Þriðjudagur og fimmtudagur 12 skipti verð kr. 24.900

Þú færð sent nánari upplýsingar í tölvupósti fyrir fyrsta tímann.

Hlökkum til að vera með ykkur og leiða inn í kyrrðina.

Sigrún og Ólafur

 

Þú bókar hér að neðan, velur dagsetninguna 9. september og klárar bókunar- og greiðsluferlið.

Yoga Nidra og Gong slökun 9. september
Yoga Nidra og Gong slökun 9. september
Hleð inn ...
Hafðu samband

Þú getur sent okkur skilaboð hér.

Ekki læsilegt? Skipta um texta. captcha txt
0