þriðjudagar í september – Opnir tímar í Yoga Nidra

 In Námskeið

Á þriðjudögum í september býður Svefn Yoga upp á opna tíma í Yoga Nidra kl. 18:00 í Lífsgæðasetri St. Jó.

Dagsetningar eru þriðjudagarnir 5. sept. 12. sept. 19. sept. og 27. september

Hefjast tímarnir stundvíslega klukkan 18:00 í Auganu, sal á 4. hæðinni. Gott er að vera mætt/mættur 10 mínútum fyrr, koma sér vel fyrir á dýnu og slaka á. Mikilvægt er að komið sé inn í salinn í ró og kyrrð sé í salnum þar til slökunin hefst. Allur útbúnaður er á staðnum en ef iðkendur kjósa þá er gott að koma með augnhvílur.

Stundvíslega kl. 18:00 er salnum lokað og Nidra stundin hefst.

Verð fyrir hvern tíma er 3.200.- 

Til að bóka tíma velur þú þér dagsetningu undir flipanum “Þjónusta” neðst á síðunni.

Yoga Nidra er leidd djúpslökun.

Rannsóknir sýna að 45 mínútur í Yoga Nidra jafngildir 4 klst. í svefn. Rannsóknir bæði á íslandi og erlendis sýna gildi Nidra fyrir þá sem eru að takast á við streitu, kulnun, álag, svefnerfiðleika, kvíða eða þunglyndi.

Iðkendur liggja á dýnu í algerri slökun og eru leiddir áfram skref fyrir skref af Nidra kennara. Líkaminn sefur en undirmeðvitundin vakir.

Sigrún Jónsdóttir Yoga Nidra kennari leiðir tímana.

Sigrún er Yoga kennari og hefur lokið Yoga Nidra kennararéttindum í grunn- og framhaldsnámi hjá Kamini Desai, I am Yoga Nidra. Einnig kennaranámi í Pranyama Yoga öndun hjá Matsyendra.

Mörg stéttéttarfélög styrkja félaga sína með líkams- eða heilsustyrk.

Takmarkaður fjöldi plássa er á í hvern tíma.

Hleð inn ...
Nýlegar færslur

Skildu eftir skilaboð

Hafðu samband

Þú getur sent okkur skilaboð hér.

Ekki læsilegt? Skipta um texta. captcha txt
0