Einhverfu markþjálfun & ráðgjöf

Markþjálfun snýst um að finna leiðir til að yfirstíga hindranir og skilja hvernig best megi uppgötva og nýta þá styrkleika sem hver og einn bý yfir. Unnið er með leiðir til að minnka streitu og álag í félagslegu umhverfi.

Við ræðum hvernig við getum breytt venjum okkar og hegðun til að takast sem best á við verkefni lífsins og setja okkur markmið til að vaxa og þroskast í daglegu lífi. Saman vinnum við að því að skilja betur hamlandi aðstæður sem verða til þess að viðkomandi dregur sig í hlé og minnkar virkni í daglegu lífi og starfi.

Áhersla er lögð á að skjólstæðingur fái raunveruleg verkfæri í hendur til að kljást við erfiðar og hamlandi aðstæður.

Ávinningur markþjálfunar fyrir fólk á einhverfurófi felst meðal annars í

  • betri skilningi á eigin líðan og bættri sjálfsvirðingu
  • aðstoð við að koma auga á eigin styrkleika
  • aukinni færni í að setja sjálfum sér og öðrum mörk
  • leiðum til að bæta samskipti við fjölskyldu, vini og samstarfsfólk
  • fleiri verkfærum til að takast á við krefjandi aðstæður og leysa úr þeim
  • leiðum til að skoða hvaða starf eða nám hentar hverjum og einum
  • meiri færni til að lifa sjálfstæðari, innihaldsríkara lífi

 

Tímalengd hvers viðtals er um 50 mínútur.

Sendu okkur skilaboð