Yoga Nidra

Yoga Nidra er forn hugleiðsluaðferð sem nýtur vaxandi vinsælda í hinum vestræna heimi.

Nidra þýðir svefn og er leiðsögn inn í djúpt slökunarástand handan skilningarvitanna, þar sem engin streita býr og fullkomin eining ríkir.

Líkaminn sefur en hugurinn vakir. YOGA NIDRA er dýpsta form slökunar. Í þessu ástandi getur líkaminn náð jafnvægi og losað um streitu, kvíða og órólegar hugsanir.

Nidra hjálpar fólki með svefnerfiðleika og hafa rannsóknir sýnt fram á að iðkun Yoga Nidra dregur úr streitu, kvíða og eykur einbeitingu og athygli.

Djúpaslökun hjálpar við að losa um spennu og hindranir hugans sem geta draga úr okkur í daglegu lífi. Aðferðin losar um streitu og spennu og kemur jafnvægi á ósjálfráða taugakerfið.

Þú þarft ekkert að gera, bara að vera.

Rannsóknir benda til að 45 mínútur í YOGA NIDRA geti jafngilt þremur tímum í svefni og hvíld. Margir hafa notið góðs af því að iðka YOGA NIDRA og er hún sérstaklega áhrifarík til að vinda ofan af streitu, spennu og bætir gæði svefns.

Smelltu á hnappinn hér fyrir neðan til að skoða næstu Yoga Nidra námskeið sem eru á döfinni.

FÁÐU FRÍAN PRUFUTÍMA

Yoga Nidra

Sendu okkur skilaboð