Um Miró

Um Míró

Ég þekki ADHD af eigin raun og hversu áhrifarík ADHD markþjálfun er fyrir þá sem vilja yfirstíga hindranir og gera áskoranir að verkefnum til að umbreyta lífi sínu.

Fyrir 6 árum, á miðjum aldri, greindist ég með ADHD. ADHD einkenni hafa fylgt mér mismikið í gegnum tíðina, en ég gerði mér ekki fulla grein fyrir hvað var að trufla mig og hindra mig fyrr en lenti sjálf í mikilli streitu og þurfti að finna leiðir til að bæta líf mitt.

Þessi lífsreynsla reyndist mér afar dýrmæt en ég ákvað að framvegis vildi ég nýta mína reynslu og þekkingu til að hájlpa öðrum með svipaðar áskoranir, til að virkja styrkleika sína og finna bestu útgáfuna af sjálfum sér. 

Ég lauk framhaldsnámi í ADHD markþjálfun frá ADD Coach Academy ADDCA í Bandaríkjunum árið 2018 og stofnaði eftir útskrift fyrirtækið Míró markþjálfun og ráðgjöf þar sem beitt er styrkleikamiðaðri nálgun til að vinna með ADHD og einhverfu.


Mikil reynsla og sérhæfing

Ég bý að mikilli reynslu, fagþekkingu og menntun á sviði þroskaþjálfunar og vinnu með börnum, unglingum og fullorðnum

  • 30 ára ferill sem þroskaþjálfi barna, unglinga og fullorðinna
  • Alþjóðleg ACC vottun frá International Coaching Federation
  • Sérmenntun í markþjálfun fyrir einstaklinga með ADHD sem og á einhverfurófinu
  • Diplóma í Hugrænni atferlismeðferð HAM frá Endurmenntun Háskóla Íslands
  • Kennararéttindi í Yoga Nidra djúpslökun frá Amrit Yoga Institute
  • Hef haldið fjölda námskeiða og fyrirlestra, meðal annars fyrir starfsendurhæfingar víða um land, ADHD samtökin, Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins, og fjölmörg félagasamtök og skólastig. Held reglulega námskeið á eigin vegum og í samstarfi við aðra.
  • Stjórnarseta í ADHD samtökunum. Á vegum þeirra starfa ég í alþjóðlegu teymi ADHD Europe þar sem unnið er að framgangi og þróun ADHD markþjálfunar í Evrópu.


Get ég hjálpað þér?

Þennan lærdóm, reynslu mína og menntun vil ég einlæglega nýta til að hjálpa þér að blómstra í eigin lífi, því það er svo sannarlega hægt.

Eigum við að tala saman? Smelltu á “Bóka tíma” hnappinn hér fyrir neðan og finndu tíma sem hentar þér.

Sendu okkur skilaboð