ADHD markþjálfun

ADHD markþjálfun hefur síðustu tuttugu árin rutt sér til rúms sem styrkleikamiðuð nálgun við að takast á við þekktar hindranir tengdar ADHD. 

Aðferðin notast við mörg verkfæri persónulegrar eða hefðbundinnar markþjálfunar en fléttar saman faglegri þekkingu sem hefur þróast til að hjálpa einstaklingum með ADHD. 

Markþjálfunin fer fram með uppbyggilegum samtölum þar sem unnið er með tiltekinn tilgang eða þema í hvert sinn. Markmiðið er að einstaklingurinn skilji betur hvernig ADHD hefur áhrif á líf hans og hvernig hann getur þjálfað upp færni og aðferðir til að öðlast fyllra og gleðilegra líf.

Ávinningur ADHD markþjálfunar er meðal annars:

  • auknum skilningi á birtingarmyndum ADHD
  • bættum skilningi á eigin líðan, bættri sjálfsmynd og sjálfsvirðingu
  • leiðum til að koma auga á eigin styrkleika
  • aukinni hæfni til að forgangsraða og ljúka verkefnum
  • bættrum samskiptum við fjölskyldu, vini og samstarfsfólk
  • meiri gleði, sátt og samkennd í daglegu lífi
  • aukinni færni við að setja sjálfum sér og öðrum mörk

 

Tímalengd hvers viðtals er um 50 mínútur.

ADHD markþjálfun samanstendur af Life Coaching, ADHD fræðslu , þjálfun á þáttum sem tengast stýrifærni heilans og núvitund. Tilgangurinn er að ná betri yfirsýn og stjórn á þáttum sem hafa áhrif á daglegt líf s.s. skipulag, tímastjórnun.

Hafðu samband

Þú getur sent okkur skilaboð hér.

Ekki læsilegt? Skipta um texta. captcha txt
0