ADHD á kvennamáli

Leiðarvísir að einfaldara lífi fyrir konur með ADHD

6. febrúar 2024
17:30
4 vikur
69.000 kr.
Sigrún Jónsdóttir
Kristbjörg Kona

Þriðjudagar 6., 13. og  27. febrúar kl. 17:30 - 20:00 ásamt sunnudeginum 3. mars. kl. 12.00-16.00.

Hópurinn hittist í fjögur skipti. Þrisvar sinnum á þriðjudegi og einu sinni á sunnudegi. Þriðjudagstímarnir eru 2.5 klst og sunnudagstíminn sem jafnframt er síðasti tíminn er 4 klst með Yoga Nidra djúpslökun, útskrift og veglegum veitingum.

Staðsetning

Námskeiðið fer fram í hlýlegu og fallegu umhverfi Lífsgæðasetursins í Hafnarfirði.
https://stjo.is/

Innifalið

Boðið verður upp á veitingar, námskeiðsgögn og vinnubók. Þátttakendum gefst einnig kostur á einum fríum tíma í ADHD markþjálfun á meðan á námskeiðinu stendur til frekari sjálfsvinnu.

Verð: kr. 69.000.-

Nánari lýsing á námskeiðinu

Á námskeiðinu leggjum við grunn að bættu sjálfstrausti og jákvæðri sjálfsmynd með aðferðum ADHD markþjálfunar. Við ræðum starfsemi ADHD heilans. Hvernig hann hefur áhrif á getu þína, ákvarðanir og gjörðir og kennum þér einfaldar leiðir til að yfirstíga hindranir og auka sjálfsþekkingu. Við hægjum á, hlúum að og spornum gegn neikvæðum áhrifum álags, streitu og svefnerfiðleika með leiðum sem reynast hjálplegar til að róa taugakerfið m.a með Yoga Nidra.

Ekki er nauðsynlegt að vera með ADHD greiningu til að taka þátt í námskeiðinu.

Krækjur

Nánar um námskeiðið á vef: https://www.adhdmarkthjalfun.is/adhd-kvennamali

Viðtal um námskeiðið á Ruv og í Mannlega þættinum: https://www.ruv.is/frettir/menning-og-daegurmal/2023-08-30-fannst-thaer-aldrei-nogu-godar-og-brunnu-ut-vegna-alags-390371

Instagram: https://www.instagram.com/adhdkonur/

Vitnisburður um námskeiðið

,,Námskeiðið hefur gefið mér aukin styrk og gert mér fært að sýna sjálfri mér meiri mildi, ást og virðingu. Sigrún og Kristbjörg eru skilningsríkar, hlýjar og uppfullar af allskonar fróðleik, stuðningi og eflingu. Get ekki beðið eftir framhaldsnámskeiði“.

Inga Hrönn Guðmundsdóttir, athafnakona.

,,Algjörlega frábært í alla staði. Námskeiðið var vel sett fram, þægilegt, afslappað og mér líður svo vel eftir að hafa tekið þátt í þessu námskeiði.“

Anna Þóra Björnsdóttir,verslunareigandi og uppistandari.

,,Mér finnst ég hafa lært helling á þessu námskeiði. Það hjálpaði mér að skilja mig og mitt ADHD enn betur og ég fékk tækifæri til að spegla mig í öðrum konum og þeirra upplifunum sem var ómetanlegt. Ég er ofboðslega fegin að hafa slegið til.“

Halldóra Jóhannsdóttir, þjónustufulltrúi

Hleð inn ...

Sendu okkur skilaboð