Dagsetningar
Tímarnir eru á fimmtudögum. Dagsetningarnar eru 5. 12. 19. og 26. september, samtals fjögur skipti. Á meðan á námskeiðinu stendur hafa iðkendur aðgang að upptökum á Yoga Nidra hugleiðslum sem hægt er að nýta heimavið á meðan á námskeiði stendur. Með námskeiðinu fylgir augnhvíla þér til eignar.
Staður og stund
Tímarnir hefjast stundvíslega klukkan 17:00 í Auganu, sal á 4. hæð í Lífsgæðasetri St. Jó. Hver timi er um það bil 60 mínútur. Gott er að vera mætt/mættur 10 mínútum fyrr, koma sér vel fyrir á dýnu og slaka á. Mikilvægt er að komið sé inn í salinn í ró og kyrrð sé í salnum þar til slökunin hefst. Stundvíslega kl. 17:00 er salnum lokað og Nidra stundin hefst. Míró svefn yoga bíður upp á allan búnað.
Verð
Námskeiðið kostar kr. 14.000. Iðkendur fá sendann tölvupóst um tilhögun Yoga Nidra fyrir fyrsta tímann.
Þú gengur frá bókun hér og færð senda kröfu í heimabanka eða greiðir með korti við bókun.
Mörg stéttarfélög styrkja félaga sína með líkamsræktar- eða heilsustyrk.
ATH!
Takmarkaður fjöldi plássa er á hvert námskeiðið.
Kennarar
Sigrún Jónsdóttir og Ólafur Sigvaldason Yoga Nidra kennarar Svefn Yoga leiða tímana á fimmtudögum.
Þau hafa lokið Yoga Nidra kennararéttindum í grunn- og framhaldsnámi hjá Kamini Desai, I am Yoga Nidra, kennaranámi í Pranyama Yoga öndun hjá Matsyendra og fyrsta stigi í tónheilun með kristalskálum og gongi.