Yoga Nidra

Dagsetningar eru í vinnslu.

2. september 2024
4 vikur
16.500 kr.
Sigrún Jónsdóttir
Ólafur Sigvaldason
Lífsgæðasetur St. Jó
Dagsetningar

Dagsetningar eru í vinnslu og verða birtar við fyrsta tækifæri. Samtals 4 vikur.

 

Staður og stund

Tímarnir eru haldnir í Auganu, sal á 4. hæð í Lífsgæðasetri St. Jó. Gott er að vera mætt/mættur 10 mínútum fyrr, koma sér vel fyrir á dýnu og slaka á. Mikilvægt er að komið sé inn í salinn í ró og kyrrð sé í salnum þar til slökunin hefst. Salnum er lokað stundvíslega og Nidra stundin hefst.

 

Verð

Námskeiðið kostar 16.500 kr. Iðkendur fá sendann tölvupóst um tilhögun Yoga Nidra fyrir fyrsta tímann.

Þú gengur frá bókun hér og færð senda kröfu í heimabanka eða greiðir með korti við bókun.

Mörg stéttarfélög styrkja félaga sína með líkamsræktar- eða heilsustyrk.

 

ATH!

Takmarkaður fjöldi plássa er á hvert námskeiðið.

 

Um Yoga Nidra

Yoga Nidra er leidd djúpslökun. Rannsóknir sýna að 45 mínútur í Yoga Nidra jafngildir 4 klst. í svefn. Rannsóknir bæði á íslandi og erlendis sýna gildi Nidra fyrir þá sem eru að takast á við streitu, kulnun, álag, svefnerfiðleika, kvíða eða þunglyndi.

Iðkendur liggja á dýnu í algerri slökun og eru leiddir áfram skref fyrir skref af Yoga Nidra kennara. Líkaminn sefur en undirmeðvitundin vakir.

 

Kennarar

Sigrún Jónsdóttir og Ólafur Sigvaldason Yoga Nidra kennarar Svefn Yoga leiða tímana á fimmtudögum.

Þau hafa lokið Yoga Nidra kennararéttindum í grunn- og framhaldsnámi hjá Kamini Desai, I am Yoga Nidra,  kennaranámi í Pranyama Yoga öndun hjá Matsyendra og fyrsta stigi í tónheilun með kristalskálum og gongi.

Sendu okkur skilaboð